Um hvað tölum við?
Það fer eftir tilefninu.
Við munum þó halda okkur við hluti sem ekki verða endilega lærðir af bók- eða skjálestri.
Stjórnun, markaðsmál, almannatengsl, innra starf og ytri tengsl eru okkur hugleikin.
Dæmi um efni sem við getum deilt reynslu okkar af eru:
Samskipti við fjölmiðla og krísustjórnun
Markaðsrannsóknir og skoðanakannanir
Mannauðsmál, ráðningar og uppsagnir, samskipti á vinnustað, stjórnun
Auglýsingamál og samskipti við auglýsingastofur
Leiðtogasköpun og ræktun hæfileika
Ímynd, uppbygging hennar og innihald
Markaðsleg strategía og mikilvægi stefnumótunar
Þjónusta, markaðsstaða, samkeppnisumhverfi
Samskipti við hið opinbera á ýmsum sviðum
Stjórnarmennska í skráðum og óskráðum fyrirtækjum
Leiðsögn um leiðakerfi styrkveitinga
Tengsl skóla og atvinnulífs
Lobbyismi, tengslamyndun og nýsköpun
Tengsl stjórnsýslu, ráðuneyta og atvinnulífs
Mikilvægi þátttöku í hinum ýmsu samtökum atvinnulífsins
Mikilvægi utanaðkomandi ráðgjafar
Allt eftir því hvað á við hverju sinni.