top of page
Hvernig er skipulagið hjá okkur?
Hvernig viltu hafa það?
Með fyrirtæki eða stofnun finnum við út hvaða starfsmenn við tölum við og um hvað umræðan á að snúast. Það getur jafnt verið lítið stjórnunarteymi og fjölmenn deild, jafnvel fyrirtækið allt. En hópurinn má þó ekki verða stærri en svo að hægt sé að draga sem allra flesta inn í umræðuna með okkur.
Stærðin á okkar teymi hverju sinni ræðst af fjölda þátttakenda og umfangi umræðunnar. Oftast má gera ráð fyrir 2-4 klukkustunda lotu með 3-6 úr okkar hópi. Við ausum úr reynslubrunninum, spyrjum spurninga, tökum dæmi og stofnum til gefandi skoðanaskipta.
Í tilfelli skóla og félagasamtaka munum við laga okkur að tilefninu. Í þeim tilfellum verða fundir styttri og við heldur færri.
bottom of page