Hver erum við?
Við erum öll fyrrverandi eitthvað en flest þó ennþá á fullu. Listinn er ekki tæmandi enda gerum við ráð fyrir að á hann bætist smám saman enn fleiri reynsluboltar. Hér koma nöfn nokkurra sem eru í hópnum ásamt dæmum um hvaðan reynsla þeirra kemur og er sá listi langt í frá tæmandi:
Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður, rektor háskólans á Bifröst, ríkissáttasemjari, starfsmannastjóri Landspítala og ráðuneytisstjóri
Einar Sigurðsson útvarpsstjóri Bylgjunnar, framkvæmdastjóri hjá Icelandair, forstjóri Árvakurs, forstjóri Mjólkursamsölunnar
Friðrik Ármann Guðmundsson rekstrarstjóri Hard Rock, frkvstj. í Firði, kaupmaður í Melabúðinni og eigandi Sælkerafélagsins
Guðmundur Jóhann Jónsson markaðsstjóri og framkvæmdastjóri hjá Sjóvá í tvo áratugi, forstjóri Varðar trygginga og Varðar líftrygginga í aðra tæpa tvo
Gunnar Steinn Pálsson blaðamaður á Þjóðviljanum, starfaði í áratugi í auglýsingafaginu og rekur nú ráðgjafarþjónustuna GSP samskipti. Hann hefur komið víða við og hefur frá mörgu segja
Margrét Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri hjá Q8 í Danmörku og Skeljungi, forstjóri Icepharma, varaformaður stjórnar Eimskips og stjórnarmaður í Festi
Ólafur Ingi Ólafsson auglýsinga- og PR-maður, einn af eigendum Íslensku auglýsingastofunnar, ráðgjafi í pólitík
Ólafur Hauksson ritstjóri Samúels og útvarpsstjóri Stjörnunnar. PR-maður, pistlahöfundur og ráðgjafi með bandarískan bakgrunn
Óskar Magnússon lögmaður, bóndi, rithöfundur, forstjóri Hagkaups, Baugs, Íslandssíma, Vodafone, TM og Árvakurs, stjórnarformaður Eimskips og stjórnarmaður í Samherja
Páll Magnússon fréttamaður, Útvarpsstjóri, þingmaður og Vestmannaeyingur
Sigríður Margrét Guðmundsdóttir fjölmiðlakona, stofnandi og framkvæmdastjóri Landnámsseturs
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, þingmaður og rektor Háskólans á Bifröst
Ögmundur Jónasson fréttamaður, formaður BSRB, þingmaður og ráðherra